Beint í efni

Franskar afurðastöðvar sameinast

31.01.2013

Agrial og Eurial, sem eru samvinnufélög kúabænda í Frakkalandi, hafa nú tilkynnt að félögin muni sameinast á næsta ári. Eftir samrunann mun nýja félagið heita Eurial og verða næst stærsta samvinnufélag kúabænda í Frakklandi, en Sodiaal er það stærsta. Eftir samrunann verður hið nýja félag með 5.200 félagsmenn og um 2 milljarða lítra mjólkur.

 

Frönsk mjólkurframleiðsla er nokkuð frábrugðin að uppbyggingu en mjólkurframleiðslan er í öðrum löndum Norður-Evrópu og eru fimm af sex stærstu afurðafélögum landsins hlutafélög eða í einkaeigu. Stærst er Lactalis, þá áðurnefnt Sodiall, þriðja stærst er Bongrain, Danone er í fjórða sæti og Fromageries Bel er fimmta stærsta félagið/SS.