
Framundan í félagskerfinu – Búnaðarþing 2022
01.02.2022
Nú er hægt að kjósa búgreinaþingsfulltrúa kúa- og sauðfjárbænda fyrir komandi Búgreinaþing dagana 3. og 4. mars næstkomandi með því að smella á hlekk þess efnis á bondi.is sem færist þá sjálfkrafa á innskráningarsíðu þar sem þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Kosningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn, 15. febrúar.
Fundir búgreinadeilda
Á næstu vikum munu deildir búgreina halda fundi með sínum félagsmönnum. Vegna gildandi samkomutakmarkana fara fundirnir fram í gegnum fjarfundarbúnað. Deildir sauðfjárbænda og kúabænda hafa skipulagt fundarstarf í aðdraganda búgreinaþings. Aðrar búgreinar hafa þegar lokið sínum fundum eða munu auglýsa þá þegar nær dregur.
Allir fundir eru fjarfundir – Tenglar inn á fundi verða settir inn á dagskránna hér fyrir neðan.
Fundir búgreinadeilda
Á næstu vikum mundu deildir búgreina halda fundi með sínum félagsmönnum. Vegna gildandi samkomutakmarkana fara fundirnir fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Sauðfjárbændur:
Deild sauðfjárbænda boðar til almennra félagsfunda til að fara yfir helstu mál greinarinnar í aðdraganda búgreinaþings:
Dagsetning |
Tími |
Umræðuefni |
Tengill |
3. febrúar |
20:00 |
Sala sauðfjárafurða og markaðsmál |
|
7. febrúar |
20:00 |
Rekstur sauðfjárbúa og búvörusamningar |
|
10. febrúar |
20:00 |
Félagskerfi bænda |
Búgreinadeild kúabænda:
Deild kúabænda boðar til almennra félagsfunda þar sem farið verður yfir helstu mál greinarinnar, auk þess sem félagsmönnum gefst tækifæri á að ræða saman og bjóða sig fram sem fulltrúa á búgreinaþing. Að þessu sinni verða fundir með bændum sjö talsins. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við því miður að færa fundinn á Austurlandi yfir á miðvikudaginn 9. febrúar, kl. 13:00.
Þessi breyting hefur einungis áhrif á félagsmenn á eftirfarandi svæðum:
- Félag kúabænda á Héraði og Fjörðum
- Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar
- Nautgriparæktarfélag A-Skaftafellssýslu
Jafnframt er minnt á að 9. febrúar er síðasti dagur til að bjóða sig fram ef félagsmenn vilja að nafn sitt birtist á kjörseðli. Fundaskipulagið verður eftirfarandi:
Dagsetning |
Tími |
Gamla aðildarfélag |
Tengill |
3. febrúar |
11:00 |
Félag nautgripabænda við Breiðafjörð Félag kúabænda í Ísafjarðarsýslum |
|
|
|||
3. febrúar |
13:00 |
Mjólkursamlag Kjalarnesþings Kúabændafélagið Baula á Vesturlandi |
|
|
|||
4. febrúar |
11:00 |
Félag eyfirskra kúabænda Félag þingeyskra kúabænda |
|
|
|||
7. febrúar |
13:00 |
Félag kúabænda í Skagafirði |
|
8. febrúar |
11:00 |
Nautgriparæktarfélag V-Húnavatnssýslu Félag kúabænda í A-Húnavatnssýslu |
|
|
|||
9. febrúar |
13:00 |
Félag kúabænda á Héraði og Fjörðum Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar Nautgriparæktarfélag A-Skaftafellssýslu |
|
|
|||
9. febrúar |
11:00 |
Félag kúabænda á Suðurlandi |
Kosning á búgreinaþing sauðfjárbænda og kúabænda verður rafræn og mun fara fram dagana 11-15. febrúar. Fyrirkomulag kosninga verður kynnt nánar þegar nær dregur.
Allir fullgildir félagsmenn BÍ geta sent inn tillögur á Búgreinaþing sinnar deildar.
Búgreinaþing
Búgreinaþing verður haldið dagana 3-4. mars á Hótel Natura í Reykjavík.
Dagskrá og nánari upplýsingar verða kynnt síðar.
Búnaðarþing
Búnaðarþing verður haldið dagana 31. mars – 1. apríl á hótel Natura í Reykjavík.
Dagskrá og nánari upplýsingar verða kynnt síðar.