Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Framtíðarkýr fyrir kínverska neytendur

03.07.2012

Kínverskum vísindamönnum hefur nú tekist að rækta kvígu sem er erfðabreytt með þeim hætti að hún ætti ekki að geta framleitt mjólk með hefðbundnum mjólkursykri heldur annarri gerð sykurs. Kvíga þessi hefur hlotið nafnið Lake og fæddist hún á rannsóknastofu í Mongólíu í lok apríl. Lake þessi var tekin á fósturstigi og fóstrið sprautað með sérstöku ensími. Ensím þetta olli breytingu á erfðum fóstursins, þannig að mjólkursykurmyndun mun breytast þegar þar að kemur og í stað hefðbundins mjólkursykur verður til mjólk með galaktósa eða glúkósa. Eftir þetta inngrip vísindamannanna var svo fóstrinu aftur komið fyrir í legi kýr og fæddist svo Lake með eðlilegum hætti.

 

Eins og við höfum áður greint frá er u.þ.b. 60% Kínverja þannig gerðir að þeir geta ekki melt hefðbundinn mjólkursykur og því er hér um stórmál að ræða takist að rækta upp kúakyn sem getur framleitt mjólk án mjólkursykurs/SS.