
Framlög til kornræktar
29.05.2008
Í búnaðarlagasamningi Bændasamtaka Íslands og ríkisins er ákvæði um framlög til kornræktar. Framlag fæst greitt ef korn er ræktað til þroska á tveim hektörum hið minnsta. Framlag getur verið allt að 20.000 kr. á hvert bú sem ræktar tvo ha. af korni eða meira og einnig 10.000 kr. fyrir hvern ha. sem korn er þreskt af.
Sett er sem skilyrði fyrir styrkveitingu að sáð sé yrki sem viðurkennt er að nái þroska hér á landi og að vorkorni sé sáð fyrir 20. maí. Kornbændur þurfa að leggja fram viðurkennt túnkort eða málsettan uppdrátt (teikningu eða loftmynd) af ræktunarlandinu eftir að sáð hefur verið. Umsókn til búnaðarsambands um úttekt að hausti jafngildir umsókn um styrk.
Hér er hægt að sækja um styrk rafrænt.
Sett er sem skilyrði fyrir styrkveitingu að sáð sé yrki sem viðurkennt er að nái þroska hér á landi og að vorkorni sé sáð fyrir 20. maí. Kornbændur þurfa að leggja fram viðurkennt túnkort eða málsettan uppdrátt (teikningu eða loftmynd) af ræktunarlandinu eftir að sáð hefur verið. Umsókn til búnaðarsambands um úttekt að hausti jafngildir umsókn um styrk.
Hér er hægt að sækja um styrk rafrænt.