Beint í efni

Framlengdur frestur til að skrá veltu

17.04.2023

Frestur til að skrá veltutölur fyrir félagsmenn Bændasamtakanna fyrir 2022 hefur verið framlengdur til 30. apríl 2023.

Til að uppfæra veltutölur þarf að skrá sig inn á Bændatorgið. Smella þarf á valmöguleikanum „Félagssíða“ vinstra megin. Á þeirri síðu fyrir miðju má finna „Velta“ og skal ýtt á blýantinn til breyta veltutölum.
Sé veltunni ekki breytt verður tekið mið af þeim upplýsingum sem þegar eru til staðar.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt hafa samband við skrifstofu Bændasamtakanna í síma 563-0300.