
Framleiðsluverðmæti landbúnaðar var 51,8 milljarðar árið 2011
28.02.2013
Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagreikninga landbúnaðarins fyrir árin 2007-2011. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan gefur út hagreikninga fyrir landbúnað í samræmi við samræmda evrópska aðferðafræði. Reikningarnir gefa yfirsýn yfir tekjur, gjöld og afkomu greinarinnar í heild sinni á tímabilinu 2007 til 2011.
Niðurstöðurnar eru m.a. þær að framleiðsluverðmæti landbúnaðarins árið 2011 er áætlað 51,8 milljarðar króna og jókst um 10,2% að nafnverði frá fyrra ári. Aukning framleiðsluverðmætis nytjaplantna var 2,2%, en framleiðsluverðmæti afurða búfjárræktar jókst um 13,2%. Aðfanganotkun jókst á sama tíma um 7,8% að nafnverði, var 34,6 milljarðar árið 2011, og vergt vinnsluvirði jókst um 15,3%, í 17,1 milljarð.
Sjá: Hagreikningar landbúnaðarins 2007-2011 - Hagtíðindi