Framleiðsla og sala nautgripakjöts 4.100 tonn
17.08.2012
Samkvæmt nýju yfirliti yfir framleiðslu og sölu á nautgripakjöti, var framleiðsla þess á tímabilinu 1. ágúst 2011 til 31. júlí 2012 rétt tæplega 4.100 tonn. Það er 9% aukning frá árinu þar á undan. Salan á þessu tímabili var rétt 4.100 tonn, þar af var ungnautakjöt 2.316 tonn, kýrkjöt 1.709 tonn, kálfakjöt 58 tonn og kjöt af alikálfum var 16 tonn. Innflutningur á nautakjöti fyrstu sex mánuði ársins var 52 tonn, talsvert innan við helmingur þess sem var á sama tímai í fyrra, en þá var innflutningurinn 131 tonn./BHB