Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Framleiðsla og sala mjólkurafurða 2005-2015

21.01.2016

Nú þegar innan við ár er eftir að gildistíma núgildandi samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar, er ekki úr vegi að horfa yfir þróun á framleiðslu og sölu mjólkurafurða undanfarinn áratug, en núverandi samningur tók gildi 1. september 2005 og hann rennur út 31. desember n.k. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan, var innvigtun mjólkur 36,5 milljón lítrum meiri árið 2015 en tíu árum áður. Sala á fitugrunni jókst á þessum tíu árum um rúmlega 32 milljónir lítra og á próteingrunni jókst hún um rúmlega 10 milljónir lítra. Lengst af þessu tímabili, var mjólkurframleiðslan um 8-10 milljónum lítra umfram neyslu á innanlandsmarkaði. Rétt er að taka fram, að tölur um sölu mjólkurafurða miðast við staðlað efnainnihald mjólkur, en tölur um innvigtun eru eins og mjólkin kemur fyrir og taka ekki tillit til breytilegs fitu- og próteininnihalds.

 

Einnig er athyglisvert að sjá hvað sveiflan í fitusölunni er gríðarlega mikil; á einum áratug fer sala á fitu úr því að vera rúmlega 11 milljón lítrum minni en á próteini, yfir í að vera rúmlega 10 milljón lítrum meiri en próteinsalan. Aukningin í fitusölunni er líka stöðug nánast allt tímabilið; er mjög mikil alveg til 2009, síðan kemur töluvert bakslag 2010 og 2011. Eftir það er söluaukning á áður óþekktum hraða þar til kemur fram á árið 2015, þegar hægist mjög um./BHB

 

Ár Innvigtun, mió. ltr. Sala á próteingrunni, mió. ltr. Sala á fitugrunni, mió. ltr.
2005 109,5 112,3 100,8
2006 117,1 113,2 103,9
2007 124,8 114,9 108,9
2008 126,1 117,1 112,3
2009 125,6 117,7 115,6
2010 123,2 114,7 110,7
2011 124,8 113,7 111,5
2012 125,1 115,5 114,1
2013 122,9 117,6 120,8
2014 133,5 121,2 129,0
2015 146,0 122,6 132,8