
Framleiðsla og sala kjöts í febrúar
14.03.2008
Framleiðsla á kjöti var 8% meiri í febrúar 2008 en í sama mánuði árið áður. Mest var framleitt af alifuglakjöti 635 tonn. Af svínakjöti voru framleidd 492 tonn og nautgripakjöti 312 tonn. Framleiðsla kjöts síðustu 12 mánuði var 5,7% meiri en næstu 12 mánuði á undan.
Sala á kjöti var 4% minni í febrúar en í febrúar árið áður. Vera kann að þar sem sprengidag bar upp í janúar hafi einhver tilfærsla verið á sölu milli mánuða, en mikil kjötsala fylgir þeim degi. Mest sala var á alifuglakjöti, 632 tonn, 14,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. Af kindakjöti seldust 599 tonn, svínakjöti 492 tonn og 279 tonn af nautgripakjöti. Sala hrossakjöts nam 73 tonnum sem er 25% aukning frá sama mánuði í fyrra.
Sala á kjöti var 4% minni í febrúar en í febrúar árið áður. Vera kann að þar sem sprengidag bar upp í janúar hafi einhver tilfærsla verið á sölu milli mánuða, en mikil kjötsala fylgir þeim degi. Mest sala var á alifuglakjöti, 632 tonn, 14,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. Af kindakjöti seldust 599 tonn, svínakjöti 492 tonn og 279 tonn af nautgripakjöti. Sala hrossakjöts nam 73 tonnum sem er 25% aukning frá sama mánuði í fyrra.