Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Framleiðsla og sala búvara í október

25.11.2008

Framleiðsla á kjöti í október var 2,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um 31,4% minni framleiðslu á alifuglakjöti og síðan 9,6% samdrátt í nautakjötsframleiðslu. Síðastliðna tólf mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 2%. Sala á kjöti var 10,1% meiri í október en í sama mánuði í fyrra. Langmest munar þar um 40,1% aukningu í kindakjötssölu. Söluaukninguna má m.a. rekja til þess að neytendur hafi keypt meira nú en áður í frystikistur sínar en mikið bar á að kjöt var boðið til sölu í heilum og hálfum skrokkum.

Einnig var aukning á heimtöku framleiðenda úr sláturhúsi. Hún nam 262 tonnum í október í ár en var 219 tonn á sama tíma í fyrra. Sala alifuglakjöts var 13,8% minni en í október 2007 en framleiðsla og sala á svínakjöti jókst um ríflega 3%.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti var einnig umtalsvert meiri en í október 2007 þó sala sl. tólf mánuði hafi dregist saman um 11,3%.

Sala á mjólkurvörum var með besta móti í októbermánuði. Miðað við sama mánuði í fyrra var mest söluaukning á dufti (61,25%) viðbiti (20,2%) og mjólk (11,34%). Síðastliðna tólf mánuði hefur sala á próteingrunni aukist um 3,35% og hefur nú rofið 118 milljón lítra múrinn. Sala á fituríkum vörum hefur þó aukist hlutfallslega enn meira og heildarsala á fitugrunni sl. tólf mánuði var tæplega 112,9 milljónir lítra, 4,7% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mjólkurframleiðendur.  Framleiðsla mjólkur síðastliðna 12 mánuði var 125,8 milljón lítra, 1,24% aukning á ársgrundvelli. Athygli vekur að framleiðsla í september var rösklega 12% meiri en í september 2007 en framleiðsla í október er hins vegar 2,78% minni en á sama tíma í fyrra.

Nánari upplýsingar um framleiðslu og sölu búvara í október má finna hér.
/EB