Beint í efni

Framleiðsla og sala á nautakjöti í janúar

15.02.2010

Framleiðsla á nautakjöti í janúar sl. var 332 tonn, sem er 1,9% meira en á sama tíma í fyrra. Sala á nautakjöti í mánuðinum var 330 tonn, 4,5% meiri en í janúar 2009.

Framleiðslan sl. 12 mánuði (feb. 2009-jan.2010) er 3.767 tonn, sem er 5% meira en á sama tímabili fyrir ári.

 

Salan undanfarna 12 mánuði er nákvæmlega sú sama og framleiðslan, 3.767 tonn, sem er aukning um 4,5% frá sama tíma í fyrra.