Beint í efni

Framleiðsla og sala á nautakjöti 2012

15.01.2013

Árið 2012 voru framleidd hér á landi 4.112 tonn af nautakjöti, sem er meira en dæmi eru um á einu almanaksári. Salan var nánast alveg sú sama, 4.110 tonn, sem einnig er met. Aukning framleiðslu og sölu frá árinu 2011 er 6,6%. Innflutningur nautgripakjöts fyrstu 11 mánuði ársins 2012 var 194 tonn, innan við helmingur þess sem var flutt inn á sama tímabili 2011.

Tölur um ásetning nautkálfa á tímabilinu jan-okt 2012 benda til 7% samdráttar í fjölda, miðað við árið 2011. Það gefur vísbendingu um mat bænda á afkomu nautaframleiðslunnar, auk þess sem takmarkaðar fóðurbirgðir um norðan- og vestanvert landið hafa sín áhrif. Endanlegar tölur um ásetninginn 2012 ættu að liggja fyrir á útmánuðum./BHB