Framleiðsla og sala á nautakjöti 2009
21.01.2010
Árið 2009 voru framleidd hér á landi 3.761 tonn af nautakjöti. Það er 4,3% aukning frá fyrra ári. Salan var 3.753 tonn, sem er svipuð aukning, 3,9%. Nautakjöt er eina kjöttegundin sem sýndi söluaukningu á sl. ári og er það ánægjuleg staðreynd. Afkoma þessarar framleiðslu er hins vegar döpur. Sem fyrr eru birgðir hjá sláturleyfishöfum óverulegar.
Sem fyrr var ungnautakjötið fyrirferðarmest, af því seldust 2.197 tonn, aukning um 4,7%. 1.484 tonn seldust af kýrkjöti, ungkálfakjöt var 66,2 tonn og tæp 5 tonn seldust af alikálfakjöti.
Innflutningur nautakjöts var 108 tonn í jan-nóv. 2009 en var 319 tonn á sama tímabili 2008.