Beint í efni

Framleiðsla og sala á mjólkurvörum

16.08.2007

Í dag kom út yfirlit yfir framleiðslu og sölu á mjólkurvörum hjá samlögum innan SAM. Í því kemur fram að sala á próteingrunni er rúmlega 114,3 milljónir lítra undanfarna 12 mánuði, aukning um 1,81%. Sala á fitugrunni er 106,8 milljónir lítra, eykst um 4,7%. Innvigtun á mjólk inn í þessi samlög er 122.943.945 lítrar á tímabilinu ágúst 2006 – júlí 2007, sem er aukning upp á 9,5%.

Hvað varðar einstaka flokka, þá er aukning í mjólkurflokknum upp á 0,7% og rjómasala eykst um 1,2%. Samdráttur er í jógúrt um 5,5% og skyrflokknum um 11,1%, skyrið sjálft sýnir þó lítils háttar aukningu, 0,9%. Mesta aukningin er í viðbiti, 7,9% og ostum er 6% söluaukning á síðustu 12 mánuðum.