Beint í efni

Framleiðsla og sala á kjöti í mars

18.04.2008

Heildarframleiðsla á kjöti í mars var 1.438 tonn og var 5,2% minni en í sama mánuði í fyrra. Heildarkjötframleiðsla síðustu 12 mánuði var 26.989 tonn sem er 4,6% meira en næstu 12 mánuði á undan. Sala á kjöti nam 1.757 tonnum í mánuðinum sem er 9% minna en í sama mánuði í fyrra. Sala á nautkjöti jókst um 6,8% en sala á öðrum kjöttegundum dróst saman. Miðað við síðustu 12 mánuði er kjötsala hins vegar 4,3% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Mest aukning hefur orðið í sölu alifuglakjöts, 12,8% og er markaðshlutdeild þess nú 30,6%. Sala kindakjöts dróst saman um 1,6% en sala nautgripakjöts jókst um 8,4% og svínakjöts um 1%. /EB

Framleiðsla og sala á kjöti í mars