Beint í efni

Framleiðsla og sala á kjöti í maí

18.06.2008

Framleiðsla á kjöti í maí var 1.506 tonn eða 2,5% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mest munaði um 4,6% aukningu á framleiðslu svínakjöts (23 tonn) en framleiðsla hrossakjöts var 15,3% meiri en í sama mánuði í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötframleiðsla aukist um 5,6% og nam 27.424 tonnum. Þar af var kindakjöt 31,6% framleiðslunnar en alifuglakjöt 28,7% sjá meðfylgjandi mynd um skiptingu framleiðslu og sölu milli kjöttegunda.

Sala á kjöti jókst um 0,8% frá sama tíma í fyrra, mest á kindakjöti um 3,5%. Sala á nautgripakjöti jókst um 3,1% og selst öll framleiðsla þess jafnharðan. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötsala aukist um 4%. Kjötbirgðir í lok maí námu 3.364 tonnum sem er 30% aukning frá sama tíma í fyrra. Þessi staða, ásamt því sem innflutningur styrkir sig í sessi, þýðir að áfram verður mikil samkeppni á kjötmarkaðnum.

Yfirlitstöflu um framleiðslu og sölu í maímánuði má sjá með því að smella hér.