
Framleiðsla og sala á kjöti í apríl
20.05.2008
Framleiðsla á kjöti í apríl nam 1.777 tonnum og var 33,4% meiri en í apríl 2007. Framleiðsla jókst á öllum kjöttegundum. Sala á kjöti var 14,4% meiri en í sama mánuði í fyrra og nam 2.237 tonnum. Mest jókst sala á nautakjöti, um 40%, sem lætur nærri að svara til framleiðsluaukningar í mánuðinum. Næst mest jókst sala á svínakjöti, um 33,5%. Síðastliðna 12 mánuði nam sala á kjöti 25.056 tonnum, 4,5% meira en næstu 12 mánuði á undan.
Mest hefur sala á alifuglakjöti aukist, um 12,1%, nautakjöt um 10,7% og svínakjöt um 2,7%. Alifuglakjöt styrkir enn stöðu sína með mestu markaðshlutdeildina, 30,6%, kindakjöt hefur 27,4% og svínakjöt, 24,6%. /EB
Framleiðsla og sala á kjöti í apríl 2008