Framleiðsla nautgripakjöts 3.450 tonn
19.10.2015
Samkvæmt nýju yfirliti frá Búnaðarstofu er framleiðsla nautgripakjöts um 3.450 tonn á undanförnum 12 mánuðum. Það er nær óbreytt frá fyrra ári. Ef litið er til september 2015, þá var framleiðslan tæplega 15% meiri en í sama mánuði fyrir ári síðan. Framleiðsla ungnautakjöts jókst um tæp 6%, kýrkjöts um rúmlega 20% og rúmlega tvöfallt fleiri kálfum var slátrað, samanborið við september 2014./BHB