Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Framleiðsla nautgripakjöts 2015

18.01.2016

Skrifstofa búnaðarmála innan Matvælastofnunar birti í sl. viku yfirfarnar tölur um framleiðslu nautgripakjöts árið 2015. Samkvæmt því var hún 3.606 tonn á nýliðnu ári, sem er aukning um 3,2%. Salan var nánast nákvæmlega sú sama, eins og vant er, 3.610 tonn, sem er sömuleiðis aukning um 3,2% frá fyrra ári.

 

Sé litið til einstakra flokka, þá stóð framleiðsla ungnautakjöts nánast í stað með 2.122 tonn, sem er 0,8% samdráttur frá fyrra ári. Framleiðsla þess hefur þó farið vaxandi undanfarna mánuði; á síðasta fjórðungi ársins jókst hún um 14% frá sama tíma 2014. Framleiðsla kýrkjöts jókst um rúm 8% árið 2015 og var 1.427 tonn, á móti 1.318 tonnum árið áður. Það vekur athygli að kúaslátrun í desember 2015 var tæplega 40% meiri en í sama mánuði fyrir ári. Framleiðsla ungkálfa var 42 tonn á árinu, sem er um 40% aukning frá árinu á undan. Innlegg alikálfa var tæp 15 tonn á nýliðnu ári, á móti 9 tonnum árið 2014. Nánar verður farið í upplýsingar um flokkun og meðal fallþunga þegar þær upplýsingar liggja fyrir./BHB