Beint í efni

Framleiðsla mjólkur verðlagsárið 2007/2008

18.09.2008

Samkvæmt skýrslum um innvigtun mjólkurframleiðenda hjá MS og KS var framleiðsla mjólkur á nýloknu verðlagsári 125.805.155 lítrar. Ótalin er þá innvigtun hjá Mjólku fyrstu 6 mánuði verðlagsársins. Heildargreiðslumark verðlagsársins var hins vegar 117 milljónir lítra. Mjólkuruppgjör, þ.e. útjöfnun á ónýttum A- og B-greiðslum, verður kynnt um leið og það liggur fyrir.
/EB