Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Framleiðsla mjólkur minnkaði verulega í október

06.11.2003

Samkvæmt bráðabirgðayfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði um framleiðslu mjólkur í október, þá minnkaði framleiðslan verulega eða um 7,6% miðað við október í fyrra. Skýringuna má vafalítið m.a. finna í snöggum veðurfarsbreytingum í byrjun mánaðarins, sem orsakaði víða nytlækkun hjá kúm.

Þar sem framleiðslan í september sl. var nokkuð meiri en í september 2002 er framleiðslan kúabænda það sem af er þessu verðlagsári ekki nema 2,3% minni en fyrra verðlagsár. Þó er ljóst að þrátt fyrir að greiðslumark kúabænda þetta verðlagsár sé 1 milljón lítrum minna en fyrra verðlagsár, er ljóst að framleiðslan má ekki minnka jafn mikið næstu mánuði og reyndin varð í október.

 

Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að framleiðslan í október hafi dregist saman miðað við fyrra ár, hefur það lítil eða engin áhrif á sölu mjólkur og mjólkurvara til skamms tíma. Ekki liggja á þessari stundu fyrir upplýsingar um sölu mjólkur og mjólkurvara í október.