Framleiðsla mjólkur á réttri leið
06.04.2004
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði nam framleiðsla mjólkur í mars alls 10,2 milljónum lítra sem er álíka framleiðsla og í fyrra ef tekið er tillit til fjölda innvigtunardaga. Mars sker sig þó úr hvað framleiðslumagn snertir, enda síðustu 5 mánuðir verið töluvert undir væntingum. Framleiðsla mjólkur á þessu verðlagsári var í lok mars 4,3% minni en á sama tíma fyrir ári.