Framleiðsla er hafin á ekta rjómaís á bænum Holtsseli í Eyjafjarðarsveit.
31.03.2006
Hugmyndin að ísgerðinni fæddist snemma á liðnu ári þegar Guðmundur J. Guðmundsson, bóndi í Holtsseli, var að fletta breska blaðinu Farmers Weekly.
Þetta vita víst flestir í dag. En það sem á eftir kom er aðeins á reiki og það sem einum þykir að kerfið bókstaflega tefji fyrir og dragi máinn á langinn, þykir öðrum vera eðlileg stjórnsýsla og engin ástæða til að færa nein málefnaleg rök fyrir því hvers vegna ´´einföld´´ ákvörðum með tilliti til gildandi reglugerða um matvælaframleiðslu tók 9 mánuði í vinnslu.
Fréttaritari Morgunblaðsins sem tók við okkur fyrsta viðtalið um ísgerðina skilur orð okkar á þann veg að kerfið bókstaflega hafi staðið í vegi fyrir okkur. Í þessu tilliti er ´´kerfið´´ embætti yfirdýralæknis. Ég get ekki gert athugasemd við þá túlkun hans á því þar sem augljóst var að ekkert var hægt aðhafast nema leyfi eða vilyrði fyrir því lægi fyrir. Ég er enn og verð áfram undrandi og sár yfir því tómlæti sem embætti yfirdýralæknis sýndi okkur eftir að matvælaráð úrskurðaði þann 21.apríl 2005 því embætti eftirlitið.
Rökin fyrir þessari úthlutun get ég ekki skilið því eins og komið hefur fram fer embætti yfirdýralæknis með frumeftirlit í mjólkur- og nautgripakjötsframleiðslu. Matvælaráð ályktaði að gera eigi sömu kröfur til þessarar starfsemi og til annarra mjólkurvöruframleiðenda. Ég hélt að þeir væru undir eftirliti heilbrigðiseftirlits og mér hefur einnig sannarlega skilist að þetta teljist ekki til frumframleiðslu. Einnig sjást þau rök fyrir öllum þessum drætti að ‘’Skoða þurfi sérstaklega verklagsreglur um ísframleiðslu í þessu sambandi þó að eftirlitsaðilar væru ekki þeir sömu’’ af hverju mátti þetta ekki bara vera hjá heilbrigðiseftirliti eins og önnur matvælaframleiðsla? Það getur vel verið oftúlkun okkar á því sem gekk á í kerfinu að embætti yfirdýralæknis væri að tefja málið en það stendur þó óhaggað að embættið fékk málið til forsjár og hefur svo sannarlega ekki veitt okkur neina flýtimeðferð. Það geta svo aðrir en ég deilt um hvaða orð menn not um það, en því var aldrei svarað á einn eða neinn hátt af því embætti.
Þá eru aðilar ekki sammála um það hvort ummæli yfirdýralæknis þegar hann kom hér í desember ásamt héraðsdýralækni og heilbrigðisfulltrúa væru niðrandi ummæli um býlið. En þar sagðist hann ekki vita hvað menn segðu ef hann veitti leyfi fyrir þessu á ´´svona stað´´. Við gátum reyndar ekki annað þá en tekið það til okkar og fannst ekki mikið hrós liggja í orðunum ´´á svona stað´´ þar sem engin nánari skýring kom fram á því sem hann átti við fyrr en á vefnum naut.is mörgum mánuðum seinna og get ég vel skilið það að fleirum en okkur finnist engin upphefð að svona ummælum óútskýrðum. Ég held reyndar að það hafi enginn kennt ´´illvilja´´ yfirdýralæknis um það hvaða meðferð þessi umsókn fékk í kerfinu en forræði hennar er eigi að síður hjá honum, hvort sem mér og öðrum líkar betur eða verr. Við heyrðum ekkert frekar frá honum eftir þá heimsókn. Hefði honum þó verið í lófa lagið að hringja í okkur þar á eftir eins og eftir að áðurnefnd frétt birtis.
Það er einlæg ósk okkar að menn hætti svo þessu tilgangslausa karpi um það hver sagði hvað og á hverju stóð með að taka ákvörðun. Við skulum bara vona að kerfið komi sér niður á fljótvirkari vinnureglur þegar fleiri umsóknir um heimavinnslu afurða koma til afgreiðslu þannig að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum saman eftir svari.
Virðingarfyllst,