Beint í efni

Framleiðsla á nautakjöti 4.100 tonn

14.09.2012

Samkvæmt nýjum tölum frá Landssamtökum sláturleyfishafa, er framleiðsla nautakjöts undanfarna 12 mánuði 4.109 tonn, sem er aukning um 8% frá árinu á undan. Salan er nánast sú sama, 4.087 tonn, sem er 7% aukning. Afurðirnar skiptast þannig að ungnautakjöt er 2.342 tonn, kýrkjöt er 1.694 tonn, alikálfar 16 tonn og ungkálfar 57 tonn.

Sala annarra kjöttegunda sl. 12 mánuði skiptist þannig að sala alifuglakjöts er 7.576 tonn (+9,4%), kindakjöts 6.535 tonn (+10,6%), svínakjöts 5.577 tonn (-7,2%) og hrossakjöts 514 tonn (-4,4%).

 

Innflutningur á nautakjöti fyrstu sjö mánuði þessa árs var 109 tonn, á móti 257 tonnum á sama tíma árið 2011./BHB