Beint í efni

Framleiðandi Zetor veðjar á Forterra 135

27.01.2011

Þrátt fyrir að hafa átt afar gott söluár með 99 hestaafla vél sína Proxima 9541 eru forsvarsmenn Zetor verksmiðjanna vissir um að framtíðin sé enn bjartari. Byggir þessi jákvæða sýn á nýju vél þeirra, Forterra 135 sem er 136 hestafla vél.

 

Forterra 135 er stærsta dráttarvélin sem tékkneski dráttarvélaframleiðandinn framleiðir og er vélin með

nýja hönnun á fjögurra strokka mótor. Fyrir utan hina nýju hönnun á útliti vélarinnar er annað byggt á gömlum grunni í hönnun vélarinnar s.s. gírkassinn og 70 lítra/mínútu glussakerfið.

 

Eins og áður hefur verið lögð áhersla á einfaldleika í hönnun og frágangi, sem gerir það að verkum að hægt er að bjóða þessa öflugu vél á afar hagstæðu verði en hún kostar í Bretlandi 33.800 pund með öllum sköttum og gjöldum eða um 6,3 milljónir íslenskra króna. Naut.is er ekki kunnugt um verð þessarar vélar hér á landi.