
Framkvæmdir á 3. hæð Bændahallar
23.03.2012
Þessa dagana standa yfir framkvæmdir á skrifstofum Bændasamtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík. Verið er að breyta hluta skrifstofurýmis, endurnýja gólf- og loftaefni, raflagnir og opna vinnurými. Í kjölfarið á framkvæmdunum verður tölvudeild Bændasamtakanna, sem hefur haft aðstöðu á 2. hæð, flutt upp á 3. hæðina þar sem hún mun hafa aðsetur í suðurenda. Með breytingunum næst töluvert betri nýting á húsnæði BÍ en markmiðið er ekki síst að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna. Hluti þess húsnæðis sem nú er verið að endurnýja hefur verið nær óbreyttur í 50 ára sögu hússins.
Starfsmenn BÍ hafa flutt sig til á meðan framkvæmdum stendur og er m.a. starfsfólk útgáfu- og kynningarsviðs á jarðhæð og ráðunautar með aðstöðu á 2. hæð. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í maí.

Framkvæmdir við endurnýjun skrifstofa miða m.a. að því að opna svæði og nýta fermetra hæðarinnar betur en áður.

Áratugagömul símagrind fær að víkja fyrir nútímalegri fjarskiptabúnaði.

Gamla skrifstofurými búnaðarmálastjóra og nú síðast aðstaða ritstjórnar Bændablaðsins.

Starfsmenn frá verktakafyrirtækinu Berserkjum hafa unnið að niðurrifi á 3. hæð Bændahallarinnar síðustu daga.
Starfsmenn BÍ hafa flutt sig til á meðan framkvæmdum stendur og er m.a. starfsfólk útgáfu- og kynningarsviðs á jarðhæð og ráðunautar með aðstöðu á 2. hæð. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í maí.

Framkvæmdir við endurnýjun skrifstofa miða m.a. að því að opna svæði og nýta fermetra hæðarinnar betur en áður.

Áratugagömul símagrind fær að víkja fyrir nútímalegri fjarskiptabúnaði.

Gamla skrifstofurými búnaðarmálastjóra og nú síðast aðstaða ritstjórnar Bændablaðsins.

Starfsmenn frá verktakafyrirtækinu Berserkjum hafa unnið að niðurrifi á 3. hæð Bændahallarinnar síðustu daga.