Beint í efni

Framkvæmdastjóri NorFór

15.11.2012

Samnorræna félagið NorFór óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf. 

Félagið NorFór starfrækir nýtt norrænt kerfi til fóðurmats og fóðuráætlanagerðar fyrir nautgripi. Félagið er í eigu fjögurra aðila; - Videncentret for Landbrug-Kvæg í Danmörku, Tine Rådgivning í Noregi, Bændasamtaka Íslands og Svensk Mjölk í Svíþjóð.

Starfsemin snýst um líffræðilegt þróunarstarf, - þróun og rekstur á umfangsmiklum hugbúnaðarkerfum, - stuðning við innleiðingu kerfisins í mjólkur- og kjötframleiðslu í aðildarlöndunum – ásamt sölu og markaðssetningu meðal fyrirtækja sem selja kúafóður. Félagið hefur aðsetur í Árósum í Danmörku og ársvelta þess er u. þ. b. 5 millj. DKR.

Við leitum að einstaklingi, sem er reiðubúinn að taka að sér að leiða og bera ábyrgð á starfsemi félagsins á næsta þróunartímabili (stefnumótunartímabilinu 2013-2018 ), þar sem áhersla verður lögð á að markaðssetja og selja NorFór-kerfið til áhugasamra aðila á sviði fóðurmats og fóðrunar nautgripa, ásamt því að tryggja stöðugan rekstur og öfluga framþróun á sjálfu NorFór - kerfinu.

Viðkomandi einstaklingur þarf að hafa brennandi áhuga á mjólkurframleiðslu og hafa góðan skilning á líffræði nautgripa (nautgriparækt), fóðurfræði og fóðrun ásamt þekkingu á sviði markaðsfræða, sölumennsku og samskiptatækni. Framkvæmdastjórinn þarf að hafa góða leiðtogahæfileika og umtalsverða reynslu í mannauðs- og verkefnastjórnun. Hann kemur til með að leiða virk samtök – þar sem margir samstarfsmanna hans eru leiðtogar samtaka sem tengjast fóðri og fóðrun í heimalöndum þeirra. Framkvæmdastjórinn þarf að þekkja vel til og hafa reynslu af því hvernig ráðgjafarþjónusta fyrir mjólkur- og kjötframleiðendur starfar. Hann er hluti af öflugu samskiptaneti hlutaðeigandi aðila, til dæmis í fóðuriðnaði, fóðurrannsóknum, efnagreiningastöðvum og hjá stjórnvöldum.

Hann gefur stjórn reglulega skýrslur um starfsemina en í henni sitja fulltrúar eigendanna.

Umfang starfsins er möguleiki að semja um en gengið er út frá hálfu starfi/stöðugildi. Núverandi forstöðumaður mun snúa sér að stjórnunarstörfum á öðrum vettvangi á komandi vetri. Þess vegna viljum við ráða í stað hans eins fljótt og kostur er.

Vinsamlegast sendu umsókn þína með ítarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og fyrri störf til stjórnarformanns NorFór - Ole Kristensen, Videncentret for Landbrug, sími: +4521717784, tölvupóstur: olk@vfl.dk í síðasta lagi 7. desember 2012. Einnig er unnt að snúa sér til annarra stjórnarmanna;- sem eru P. G. Lindberg hjá Svensk Mjölk, Tone Roalkvam hjá Tine rådgivning og Gunnar Guðmundsson, Bændasamtökum Íslands.