Beint í efni

Framkvæmdastjóri LK í feðraorlof

31.05.2010

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda verður í feðraorlofi frá 1. til 30. júní n.k. Staðgengill framkvæmdastjóra á þessum tíma verður Snorri Sigurðsson, sem er flestum af góðu kunnur en hann var framkvæmdastjóri LK frá 1999 til ársloka árið 2005. Snorri mun hafa aðsetur á skrifstofu samtakanna að Bitruhálsi 1 í Reykjavík. 

Hægt er að ná í Snorra með því að hringja í síma 569 2237 eða senda póst á netfangið skrifstofa@naut.is