Beint í efni

Framkvæmdastjóraskipti hjá LK um næstu áramót

26.08.2005

Um næstu áramót mun Snorri Sigurðsson láta af störfum fyrir félagið en hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá LK í desember árið 1999. Um áramótin mun Snorri taka við nýrri stöðu yfirmanns búrekstrar og búfjártilrauna við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nánar verður tilkynnt síðar með hvaða hætti verður staðið að ráðningu nýs framkvæmdastjóra félagsins en ákvörðun um það verður tekin á næsta stjórnarfundi LK þann 22. september nk.