Beint í efni

Framgangur í sölu nautakjöts í apríl

17.05.2011

Sala á nautakjöti í apríl sl. jókst um 1,6% miðað við sama mánuð í fyrra, en þetta kemur fram í yfirliti Bændasamtaka Íslands. Á sama tíma dróst framleiðslan enn saman, en samdráttur í framleiðslu sl. þrjá mánuði nemur nú 3,8% og samdrátturinn nam 1,9% í síðasta mánuði miðað við apríl árið 2010.

 

Heildarframleiðslan sl. 12 mánuði var 3.813 tonn af 26.432 tonna framleiðslu kjöts í það heila og er hlutdeild nautakjötsins því 14,4% í framleiðslunni.

 

Alls nam sala nautgripakjöts í apríl 309 tonnum og sl. 12 mánuði 3.820 tonnum og er það sama árssala og mánuðina 12 þar á undan. Skýring á þessu gengi felst í slakri sölu, í kjölfar framleiðslusámdráttar, fyrstu mánuði þessa árs og náði ágætt gengi í mars ekki að bæta upp fyrri mánuði.

 

Sé litið til annarra kjöttegunda kemur í ljós að heildarsalan hefur dregist saman sl. 12 mánuði um 1,9% og var eingöngu framganga í sölu á dilkum eða um 0,5% á ársgrunni, en mikil söluaukning var í apríl eða um 21% sem skýrist væntanlega mikið til af páskavikunni. Aðrar kjöttegundir gefa því miður áfram eftir en þó er heldur farið að draga úr samdrættinum miðað við fyrri mánuði og endaði apríl með 3,3% söluaukningu á landsvísu yfir allar kjöttegundir.

 

Þrátt fyrir framangreint ber alifuglakjöt enn höfuð og herðar yfir aðrar kjöttegundir með árssölu upp á 7 þúsund tonn (29,8% hlutdeild á markaði) en þar á eftir kemur kindakjöt með 6,1 þúsund tonn og þá svínakjöt með 6 þúsund tonn.

 

Horft til sundurliðunar á sölu nautgripakjöts í apríl var sem fyrr mest sala í ungnautakjöti eða 193 tonn og á 12 mánaða grunni nemur ungnautakjötssalan 2,2 þúsund tonnum og sala á kýrkjöti 1,4 þúsund tonnum/SS.