
Framboð til stjórnar LK
05.11.2020
Kjör til formanns og stjórnar LK fer fram á aðalfundi samtakanna á morgun, 6. nóvember. Stjórn LK skipa fimm einstaklingar, formaður og 4 meðstjórnendur, kosnir á aðalfundi með leynilegri kosningu og eru allir félagsmenn LK í kjöri. Ekki er kveðið á um framboðsfrest í samþykktum samtakanna og því hægt að gefa kost á sér allt fram að kosningu.
Eftirfarandi aðilar hafa nú þegar gefið kost á sér til stjórnar LK:
- Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli. Stjórnarmaður LK frá 2016.
- Brynjar Bergsson, Refsstöðum.
- Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu. Stjórnarmaður LK frá 2018 og formaður Félags kúabænda á Suðurlandi.
- Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli.
- Vaka Sigurðardóttir, Dagverðareyri. Formaður félags eyfirskra kúabænda.