Beint í efni

Frakkar selja jógúrt sem aldrei fyrr

25.03.2013

Samkvæmt upplýsingum frá Eurostat gekk jógúrtsala í Frakklandi afar vel á síðasta ári. Sér í lagi var útflutningur þess mikill, en helstu lönd sem franskar afurðastöðvar náðu að selja jógúrt til voru Belgía, Bretland, Portugal og Spánn.

 

Heildar útflutningstekjur af jógúrtsölunni náðu 360 milljónum evra sem er nýtt met og um 20% meira en árið áður. Útflutningurinn í magni talið jókst hinsvegar um 15%, svo að góðri sölu hefur jafnframt fylgt hærra afurðaverð/SS.