Beint í efni

Fræðslufundur MAST um díoxín

28.03.2011

Matvælastofnun heldur fræðslufund um díoxín miðvikudaginn 30. mars 2011 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verður fjallað um hvernig díoxín myndast og hvernig það berst í umhverfið, matvæli og fólk, ásamt vöktun og viðbrögðum þegar efnið greinist yfir viðmiðunarmörkum.

 

Nýleg greining díoxíns yfir viðmiðunarmörkum í nágrenni Ísafjarðar sýnir að slík efni geta myndast og borist í umhverfið og dýraafurðir hér á landi, rétt eins og í nágrannalöndum okkar en nýlega var gripið til viðamikilla ráðstafana í Þýskalandi vegna víðtækrar díoxínmengunar í búfjárafurðum þegar iðnaðarolíu var blandað í fóður. Hvað er díoxín, hvernig myndast það, hvernig berst það í fólk og hver eru heilsuáhrif þess eru meðal þeirra spurninga sem teknar verða fyrir á fræðslufundinum. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Umhverfistofnun og Landlæknisembættið og munu sérfræðingar þessara stofnana, auk Matvælastofnunar, ræða um díoxín í umhverfinu, matvælum og fólki, vöktun og viðbrögð við vá. Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa – Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum.

 

Fyrirlesarar:

    Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun
    Kjartan Hreinsson, dýralæknir heilbrigðiseftirlits hjá Matvælastofnun
    Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu

 

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði stofnunarinnar að norðanverðu (Grafarvogsmegin).

 

Allir velkomnir!

 

BHB