Beint í efni

Fræðslufundir RML um fóðrun mjólkurkúa

17.03.2014

Í vikunni verða haldnir tveir afar áhugaverðir fræðslufundir á vegum RML um fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Á fundunum, sem haldnir verða í Þingborg í Flóa 18. mars kl. 13:00 og á Þórisstöðum í Eyjafirði 19. mars kl. 13:30, mun norski fóðurfræðingurinn Jon Kristian Sommerseth flytja erindi sem verður þýtt jafn harðan á íslensku en auk hans munu fóður- og jarðræktarráðgjafar RML halda fyrirlestra. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.

 

Líkt og kúabændur vita hefur MS kallað eftir meiri mjólk, meiri mjólkurfitu og hvatt til átaks í þessum efnum bæði meðal ráðgjafa og kúabænda sjálfra. Þessir fundir RML eru liðir í þessu átaki og styrktir af MS. Kúabændur og aðrir áhugasamir eru að sjálfsögðu velkomnir á fundina/SS.