
Fræðsluefni um öryggi og vinnuvernd
18.12.2016
Á síðustu árum hafa Bændasamtökin í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd starfrækt vinnuverndarverkefnið „Búum vel”. Markmið þess er að bæta öryggis- og vinnuverndarmenningu í sveitum, fækka slysum í landbúnaði og stuðla að góðu vinnuumhverfi og bættri ásýnd bæja. Starfið hefur meðal annars falist í heimsóknum til bænda, fræðslu og fundahöldum.
Fræðslubæklingur um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði er nú aðgengilegur á vefnum en hann verður jafnframt sendur til allra lögbýla á landinu. Sótt var í smiðju Norðmanna sem hafa rekið árangursríkt vinnuverndarstarf um árabil. Bæklingurinn er þýddur úr norsku og staðfærður með góðfúslegu leyfi Norðmanna.
Framleiðnisjóður og Vátryggingafélag Íslands hafa stutt dyggilega við vinnuverndarstarf bænda.
Sjá bækling - pdf