Beint í efni

Fræðsluefni fyrir holdagripabændur

02.06.2021

Undanfarinn misseri hefur Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) unnið að fræðsluhefti fyrir holdagripabændur. Í fræðsluheftinu sem nú er komið út má meðal annars finna efni um beitarskipulag, fráfærur, val á ásetningsgripum og fengitíð. Vegna Covid takmarkana hefur ekki verið mögulegt að halda kynningafund eins og áætlað var. Skipulagðir fundir munu væntanlega fara fram í haust. Verkefnið var styrkt af fagfé nautgriparæktarinnar.

Landssamband kúabænda fagnar útgáfu fræðsluheftisins sem hægt er að nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan

Sjá nánar: Holdagriparækt