
Fræðaþingið verður haldið 10.-11. mars
28.01.2011
Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá verður um hrossarækt og hestamennsku og horft verður til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit verða á sínum stað. Þá verða vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi.
Dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins er að finna hér á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Þar verður einnig hægt að skrá sig til leiks þegar nær dregur.
Hægt er að skoða upptökur frá síðasta Fræðaþingi með því að smella hér.
Dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins er að finna hér á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Þar verður einnig hægt að skrá sig til leiks þegar nær dregur.
Hægt er að skoða upptökur frá síðasta Fræðaþingi með því að smella hér.