
Fræðaþing landbúnaðarins sett í morgun
12.02.2009
Fræðaþing landbúnaðarins 2009 hófst í dag. Í gær miðvikudag var árlegur fundur ráðunauta haldinn í Bændahöllinni en hann er vanalega undanfari Fræðaþingsins. Þingið hófst í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar kl. 9 með skráningu og afhendingu gagna og síðan setti Sigurður Guðjónsson þingið. Í kjölfarið fylgdu fyrirlestrar Daða Mas Kristóferssonar (Þjóðhagslegur kostnaður núverandi landbúnaðarkerfis á Íslandi) Simon Kay (The common Agricultural Policy up to 2013: models for implementation) og Guðmundar Sigþórssonar (Áhrif aðildar að Evrópusambandinu á umhverfi landbúnaðarins).
Eftir hádegi flyst þinghaldið í Bændahöllina og verða flutt fjölmörg erindi þar á fimmtudag og föstudag. Fræðaþinginu lýkur kl. 17 á morgun.
Dagskrá Fræðaþings má nálgast með því að smella hér.
Eftir hádegi flyst þinghaldið í Bændahöllina og verða flutt fjölmörg erindi þar á fimmtudag og föstudag. Fræðaþinginu lýkur kl. 17 á morgun.
Dagskrá Fræðaþings má nálgast með því að smella hér.