Beint í efni

Fræðaþing landbúnaðarins 2010

16.02.2010

Fræðaþing landbúnaðarins verður sett á fimmtudaginn kemur, 18. febrúar, kl. 13 á Hótel Sögu í Reykjavík. Á dagskrá þingsins eru fjölmörg áhugaverð erindi, á sviði búfjárræktar og jarðræktar. Þá er athyglisvert að sjá að í mörgum erindum verður fjallað um ýmis konar orkuvinnslu úr lífrænum orkugjöfum. Vonandi eru þar á ferðinni spennandi möguleikar til að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn á komandi árum. Yfirlit yfir erindi sem sýnast áhugaverð fyrir kúabændur er hér að neðan:

Fimmtudagur 18. febrúar e.h. – Súlnasalur 2. hæð
13:05 Inngangserindi A – yfirlitserindi um orkumál, orkubóndinn !
Þorsteinn Ingi Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
13:25 Inngangserindi B – Fæðuöryggi og íslenskur landbúnaður
Haraldur Benediktsson, Bændasamtök Íslands
Málstofa A: Orkubóndinn – sjálfbær orkuvinnsla –
Kirkjuból II (Harvard II, Gamli Ársalur)
Fundarstjóri: Guðmundur Stefánsson
13:45 Möguleikar og hindranir í nýtingu lífrænna orkuauðlinda
Sigurður Friðleifsson, Orkusetur
14:05 Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði
Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóli Íslands
14:25 Etanólframleiðsla úr flóknum lífmassa með hitakærum bakteríum
Jóhann Örlygsson, Háskólinn Akureyri
14:45 Orkuvinnsla úr flóknum kolvetnasamböndum og jurtafitu
Teitur Gunnarsson, Mannvit
15:05 Kaffihlé
15:20 Ræktun orkujurta á bújörðum – forsendur og framtíðarhorfur
Þóroddur Sveinsson og Jónatan Hermannsson, Landbúnaðarháskóli Íslands
15:40 Greining mögulegra landsvæða fyrir samþættingu landgræðslu og ræktun
orkuplantna
Sigmundur Helgi Brink og Jón Guðmundsson, Landbúnaðarháskóli Íslands
15:55 Umræður og fyrirspurnir

 

16.15 Veggspjaldasýning í Skála (Yale)


Föstudagur 19. febrúar f.h.
Tvær samhliða málstofur:
Málstofa C: Erfðir – aðbúnaður (1/1 dagur) – Kirkjuból
(Harvard II, (Gamli Ársalur)
Fundarstjóri: Valgeir Bjarnason
09:00 Úrval útfrá erfðamengi (genomic selection) í nautgriparækt
Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtök Íslands
09:20 Íslenska kúakynið – viðhorf neytenda og varðveislukostnaður
Daði M. Kristófersson1,3), Magnús B. Jónsson1), Emma Eyþórsdóttir2), Elín
Grethardsdóttir2) og Grétar Hrafn Harðarson2) .
1)Bændasamtök Íslands, 2)Landbúnaðarháskóli Íslands, 3)Háskóli Íslands
11:20 Þróun fjósbygginga og mjaltatækni á Íslandi sl. 15 ár
Snorri Sigurðsson, Landbúnaðarháskóli Íslands
13:30 Áburðarsvörun í túnum með mislanga ræktunarsögu
Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóli Íslands
13:50 Efnainnihald kúamykju og mælingar in situ á þurrefni, NH4-N og P með
Agros Nova mælibúnaði
Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóli Íslands
14:10 Prófanir á tegundum og yrkjum fyrir tún árin 2005–2009
Guðni Þorvaldsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands
14:30 Erfðabreytingar í hvítsmárastofnum eftir náttúruúrval á jaðarslóð
Magnús Göransson og Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands

 

Dagskrána í heild sinni er að finna hér.