
Fræðaþing landbúnaðarins 2009
06.10.2008
Hafinn er undirbúningur næsta Fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður um miðjan febrúar 2009. Fræðaþing landbúnaðarins er vettvangur til að miðla niðurstöðum nýrra og framsækinna rannsókna og fjalla um fagleg viðfangsefni á sviði landbúnaðar og umhverfismála. Auk hefðbundinna funda, málstofa og veggspjaldasýninga verður á þinginu boðið upp á félagslega dagskrá til að efla kynni þátttakenda.
Á Fræðaþingi landbúnaðarins 2009 er stefnt að því að halda málstofur um eftirfarandi efnisflokka:
- Matvælaframleiðslu í breyttum heimi
- Nýsköpun í dreifbýli
- Votlendi
- Kosti þess og galla að vera með sérstök búfjárkyn hér á landi
- Aðbúnað og heilbrigði búfjár
- Nýtingu áburðarefna
- Þróun menntunar, rannsókna og leiðbeiningarþjónustu í búvísindum og náttúrufræðum
Hér með er kallað eftir tillögum að erindum og veggspjöldum fyrir næsta Fræðaþing. Einkum er óskað eftir tillögum sem falla undir þá efnisflokka sem taldir eru upp hér að ofan en aðrar hugmyndir eru einnig velkomnar.
Áætlað er að dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins 2009 verði tilbúin tímanlega í haust og er frestur til að skila inn efnistillögum til 1. október 2008. Auk titils og væntanlegra höfunda er óskað eftir stuttu ágripi (150-250 orð). Tillögurnar skal senda í tölvupósti til einhvers nefndarmanna í undirbúningsnefnd Fræðaþingsins.
Undirbúningsnefndina skipa í ár:
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Rannsóknastöð skógræktar á Mógilssá (adalsteinn@skogur.is)
Ása L. Aradóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands (asa@lbhi.is)
Grétar Hrafn Harðarson, Landbúnaðarháskóla Íslands (ghh@lbhi.is)
Guðni Guðbergsson, Veiðimálastofnun (gudni.gudbergsson@veidimal.is)
Gunnar Ríkharðsson, Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda (gr@bondi.is)
Gunnar Guðmundsson, Bændasamtökum Íslands (gg@bondi.is)
Helgi Thorarensen, Hólaskóla (helgi@holar.is)
Ingibjörg Sigurðardóttir, Hagþjónustu landbúnaðarins (ingibj@hag.is)
Sveinn Margeirsson, Matís (sveinn.margeirsson@matis.is)
Valgeir Bjarnason, Matvælastofnun (valgeir.bjarnason@mast.is)
Þórunn Pétursdóttir, Landgræðslu ríkisins (thorunn.petursdottir@land.is)
Undirbúningsnefndin hvetur alla starfsmenn á hlutaðeigandi stofnunum til þess að nýta þennan mikilvæga vettvang til miðlunar á niðurstöðum nýrra rannsókna og þekkingar.