Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Frá Nautastöð BÍ Hesti

28.12.2011

Eins og fram hefur komið valdi fagráð í nautgriparækt ný reynd naut til notkunar á fundi sínum 19. desember sl. Vel gengur að dreifa sæði úr þessum nautum til frjótækna og um áramót verður það komið á Suðurland, Vesturland, í Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Strax eftir áramót hefst dreifing á Vestfirði og á Austurland.

Þá hefur sæðistaka úr nautum fæddum árið 2010 gengið nokkuð vel og þar leynist ugglaust margur kostagripur. Hins vegar mætti framboð af nautkálfum vera meira og eru bændur hvattir til að láta ráðunauta vita af nautkálfum undan nautsmæðrum og nautsfeðrum.

Nautastöð BÍ að Hesti þakkar bændum fyrir ágætt samstarf á árinu sem er að líða og óskar þeim árs og friðar og velgengni á komandi árum.

/GEH