Frá BÍ og LK: Tryggið ykkur réttar gripagreiðslur!
08.07.2005
Haustið 2006 verða í fyrsta sinn greiddar gripagreiðslur á allar kýr og bornar kvígur í samræmi við upplýsingar um ásetning í tölvukerfinu MARK (www.bufe.is). Mikilvægt er að bændur kynni sér gögn um bú sín til að ganga úr skugga um að rétt sé með þau farið. Hafa skal í huga að við útreikninga
verður miðað við skráningu gripa 1. september nk.
Aðgangur að MARK er ókeypis og veitir einnig aðgang að tölvukerfinu www.huppa.is sem er skýrsluhaldsgagnagrunnur nautgriparæktarinnar.
Hafið samband til að fá veflykil sem veitir aðgang að www.bufe.is.
Tölvudeild Bændasamtaka Íslands
Sími: 563-0300
netfang: mark@bondi.is
BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS – LANDSSAMBAND KÚABÆNDA