Frá 1. júlí verður ekki lengur skuldajafnað fyrir eindaga
14.04.2004
Eins og fram kom í frétt hér á vefnum 2. apríl sl. voru margir kúabændur mjög ósáttir við að skuldajafnað væri eftirlitsgjaldi vegna fjósaskoðunar fyrir eindaga útsendra greiðsluseðla, 1. apríl sl. Yfir þessu var kvartað til Embættis yfirdýralæknis og í svarbréfi, sem barst skrifstofu LK í dag, kemur fram að ákveðið hefur verið að frá og með 1. júlí nk. mun skuldajöfnun fyrst fara fram á eindaga eða fyrsta dag næsta mánaðar eftir eindaga.
Jafnframt er áréttað að mögulegt er að einhverjir bændur geti þá lent í því að þurfa að greiða dráttarvexti, ef þeir hafi ekki greitt viðkomandi greiðsluseðil fyrir eindaga.