Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fósturvísaskolun úr Angus kvígunum á Stóra Ármóti

07.02.2020

Þessa vikuna hefur norski dýralæknirinn Tjerand Lunde verið á Stóra Ármóti og aðstoðað við skolun á fósturvísum úr 7 Angus kvígum sem fæddar voru haustið 2018. Frá þessu er sagt á bssl.is. Alls náðust 46 fósturvísar og var 7 af þeim komið fyrir í kúm á Stóra Ármóti en hinir 39 voru frystir. Fósturvísarnir verða boðnir bændum en nú er stjórnar Nautís að ákveða með hvað hætti það verður gert. Tjerand Lunde hélt einnig fund fyrir þá dýralækna og frjótækna sem reiknað er með að munu koma að fósturvísainnlögninni í framtíðinni. Allar kvígurnar eru undan Li’s Great Tigre 74039 en Draumur 18402 var notaður á þær.