Beint í efni

Forsvarsmenn LK og Landbúnaðarráðherra funda

01.06.2010

Jón Bjarnason, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
 

Á morgun, miðvikudaginn 2. júní, munu forsvarsmenn LK funda með Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á fundinum stendur m.a. til að ræða um helstu ályktanir aðalfundar LK og viðbrögð við þeim, um nýja reglugerð um kvótamarkað og nauðsyn þess að hraða undirbúningsvinnunni sem kostur er, markaðsmálefni búgreinarinnar, sem og fjárhagsstöðu kúabænda. Þá verður rætt um stefnumörkun kúabænda, sem og fleiri mál eftir því sem tími vinnst til.