Beint í efni

Forsvarsmenn kúa-, svína- og alífuglabænda funda um fóðurmál

02.02.2005

Í dag verður haldinn fundur forsvarsmanna þeirra fjögurra búgreina sem eiga sameiginlega hagsmuni af því að kaupa mikið magns fóðurs, en þessir aðilar eru Landssamband kúabænda, Félag eggjaframleiðenda, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda. Undanfarin misseri hefur verið þungt hljóð í bændum vegna hins háa verðs á innfluttu fóðri fyrir búpening hérlendis og var því ákveðið að kalla til fundar ofangreindra búgreina til þess að fara yfir þá alvarlegu stöðu sem uppi er og að ræða mögulegar leiðir til þess að lækka verð á fóðri.