Beint í efni

Forsvarsmenn BÍ og búnaðarsambandanna í víking!

03.04.2005

Í dag héldu til Danmerkur og Noregs forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og flestra búnaðarsambanda landsins. Í ferðinni er ætlunin að heimsækja þarlend ráðgjafarfyrirtæki, afurðafyrirtæki og stofnanir. Af helstu stöðum í Danmörku sem verða heimsóttir, verður m.a. farið í dönsku  

bændasamtökin, Ráðgjafarmiðstöðina (LR) og til Dansk Kvæg, sem er þróunarsetur í nautgriparækt.

 

Í Noregi verður m.a. farið til norsku bændasamtakanna, í heimsókn að landbúnaðarháskólanum á Ási, þar sem m.a. verður farið í tilraunafjós, og í heimsókn til TINE sem er stærsta fyrirtækið í mjólkurvinnslu í Noregi.

 

Ánægjulegt er fyrir kúabændur landsins hve mikil áhersla er lögð á nautgriparækt í ferðaskipulaginu og tilhlökkunarefni að njóta ávaxta ferðarinnar á komandi misserum í gegnum leiðbeiningaþjónustuna. Ferðin, sem er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, stendur í fimm daga og lýkur því á fimmtudaginn kemur – daginn fyrir aðalfund LK.