Beint í efni

Forseti Íslands og prins Joakim ásamt fylgdarliði heimsækja kúabú

28.09.2001

Þessa dagana er prins Joakim frá Danmörku og kona hans prinsessa Alexandra, ásamt syni þeirra Nikolai í einkaheimsókn á Íslandi. Prinsinn hefur mikinn áhuga á landbúnaði og í gær heimsótti hann, ásamt forseta Íslands og fylgdarliði, kúabúið að Hrosshaga á Suðurlandi.

Með í för voru m.a. Dorrit Moussaieff, unnusta hr. Ólafs R. Grímssonar, danski kirkjumálaráðherrann og fleiri.

 

Í sumar var fjósinu í Hrosshaga breytt og básafjósið endurbætt sem legubásafjós. Þá hefur fóðrunaraðstaðan verið færð inn í hlöðu og þar komið fyrir opnanlegum kili fyrir náttúrulega loftræstingu.

 

Gestirnir voru mjög hrifnir af því sem fyrir augu bar, enda breytingarnar allar hinar glæsilegustu og frágangur mjög til fyrirmyndar.