Beint í efni

Forritari óskast til starfa hjá BÍ

03.06.2016

Upplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða forritara til starfa í Reykjavík. Tilvonandi starfsmaður mun vinna við þróun vefforrita fyrir landbúnað.

Æskileg þekking og reynsla:
• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
• Python, Django og Linux
• Oracle gagnagrunnur
• Java
• HTML5 og CSS3
• Javascript og jQuery
• Agile/Scrum aðferðafræði

Hæfniskröfur:
• Geta til að vinna í teymi og sjálfstætt
• Frumkvæði, metnaður og framsýni
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum

Í boði er fjölbreytt og spennandi forritunarstarf þar sem reynir á teymisvinnu, sjálfstæð vinnubrögð og getu til að takast á við krefjandi verkefni. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2016.

Nánari upplýsingar gefur Þorberg Þ. Þorbergsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands, í síma 563-0300 eða í netfangið thorberg (hjá) bondi.is.