Formannsslagur BÍ nær athygli fjölmiðla
09.03.2004
Í Fréttablaðinu í morgun er fjallað um formannskosningar sem fram fara í dag í Bændasamtökum Íslands. Í fréttinni er því slegið upp að félagasmenn LK muni endurskoða aðild sína að BÍ ef Þórólfur Sveinsson, formaður LK, tapi kjöri til formanns. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekkert þessu líkt hefur vera rætt á vegum Landssambands kúabænda. Jafnframt gætir misskilings í fréttinni, þar sem m.a. er sagt að:
„Þórólfur og hans stuðningsmenn vilja breyta stefnu sambandsins og einbeita sér að sameiginlegum hagsmunum bænda í alþjóðaumhverfi og láta búgreinasamböndin sjálf sjá um málefni tiltekinna landshluta.“
Að gefnu tilefni skal tekið fram að búgreinafélögin hafa á liðnum árum lagt áherslu á að búgreinarnar sjálfar eigi að fjalla um innri málefni viðkomandi búgreinar, en um allt ytra umhverfi, sem sameiginlegt er öllum búgreinum, eigi sameiginleg samtök eins og Bændasamtökin að sjá um. Sameiginleg ytri málefni allra búgreina landsins eru auðvitað mun fleiri en að sinna alþjóðamálum, eins og kemur fram í fréttinni og raunar að stærstum hluta innlend s.s. skattaumhverfi, samgöngumál, leiðbeiningastarf ofl. Þá hafa búgreinafélögin einmitt forðast að fjalla um innri málefni greinanna á landshlutagrunni, öfugt við það sem segir í fréttinni.